'

Covid-19 Upplýsingasíða

Verum áfram á varðbergi gagnvart smithættu. Nokkur góður ráð til að hafa hugfast.

Breytingar á Covid reglugerðum: Maí 25

Í kjölfar helstu breytinga í tengslum við Covid regluglerðir sem taka gildi frá og með deginum í dag, 25. maí þá er grímuskylda viðskiptavina og starfsfólks afnumin. Enginn hámarksfjöldi verður á viðskiptavinum í verslunum í stað 200 manns. Áfram verður þó regla um fjölda viðskiptavina á fermetra. Við hvetjum alla til áframhaldandi sóttvarna og að sýna aðgát.

Hefur orðið aukning á þrifum í versluninni?
Allir starfsmenn Iceland hafa fengið sérstaka kennslu í hvernig á að halda verslunum keðjunnar eins hreinni og mögulegt er. Kerrur, frystar, posar, handföng og fleiri snertifletir eru sótthreinsaðir oft á dag. Þrifum á gólfflötum og öðrum stöðum hefur einnig verið fjölgað. Einnig er sérstaklega gætt að heimsendum varningi.
Koma einhverjar verslanir til með að loka?
Opnunartími verslana Iceland mun ekki breytast að svo stöddu. Stjórnendur keðjunnar fylgjast hins vegar grannt með stöðu mála og fara eftir fyrirmælum Landlæknis og Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra. Komi upp smit meðal starfsmanns er einnig séð til þess að allir fari í sóttkví til að draga úr smithættu og reynt verður að manna tiltekna vakt til að tiltekin verslun lokist ekki.
Eru fjöldatakmarkanir inn í verslanir ykkar?
Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að þurfa að takmarka fjölda viðskiptavina inn í verslanir okkar. Þessir breyttu tímar hafa einnig gert það að verkum að sá tími sólarhrings sem fólk fer í verslunarferðir hefur dreifst yfir daginn. Sérstakir límmiðar eru einnig við verslunarkassa okkar sem segja til um hvenær tveggja metra bil er á milli viðskiptavina.
Sjáið þið fram á birgðaskort?
Birgðastaða okkar er góð og við erum í stöðugu sambandi við birgja okkar. Nóg er til af vörum í vöruhúsum okkar en það kemur fyrir að við náum ekki að fylla nægilega hratt á hillurnar.
Er hægt að tryggja að það sé 2 metra fjarlægð milli einstaklinga?

Icelandbúðin ber fullt traust til viðskiptavina okkar og treystir þeim fyrir að halda 2 metra fjarlægð á milli sín innan verslana. Einnig má finna merkingar, eins og við kassa, sem bendir fólki á ásættanleg fjarlægðarmörk.

Við viljum brýna fyrir viðskiptavinum okkar að fara eftir tilmælum Landlæknis og virða 2 metra fjarlægð milli einstaklinga í verslunum. Merkingar hafa verið settar á gólf um alla verslun til leiðbeiningar.

Eru hanskar og spritt í boði fyrir viðskiptavini?
Viðskiptavinum Iceland býðst að spritta sig við inngang verslunarinnar. Þeim býðst einnig að setja á sig einnota hanska. Handþvottur er hins vegar besta ráðið samkvæmt ráðlegginum sérfræðinga. Allir sjálfsafgreiðslukassar eru einnig sótthreinsaðir oft á dag.
Hvað bjóða verslanir Iceland upp á tryggja hreinlæti í verslunum?
  • Handspritt fyrir viðskiptavini.
  • Sótthreinsilög og pappírsþurrkur til þrífa handföng á innkaupavögnum.
  • Viðskiptavinum er boðið upp á einnota hanska, ef þeir vilja.
  • Kassasvæði eru reglulega þrifin, þmt. sameiginlegir snertifletir.
  • Við hvetjum viðskiptavini okkar til að notast við snertilausar greiðslur og forðast að notast við peninga.
  • Við hvetjum áfram viðskiptavini að huga vel að hreinlæti, því fyrst og síðast er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin.
Hvað verklag á tímum COVID leggur Iceland upp með starfsfólki sínu?
  • Umgengnisreglur og hreinlæti
  • Starfsmenn skulu gæta að persónulegu hreinlæti og þvo sér reglulega um hendur með volgu vatni, handsápu og handspritti:
  • Í upphafi vaktar, eftir salernisferðir, eftir matarhlé, þegar hendur hafa óhreinkast, áður en farið er í einnota hanska, í lok vaktar og oftar eftir atvikum.
  • Notkun einnota hanska kemur ekki í staðinn fyrir handþvott og minnt er á að einnota hanskar eru einnota.
  • Starfsfólk skal vera snyrtilegt til fara og klæðast vinnufatnaði.
  • Framfylgja 2 metra fjarlægð við viðskiptavini, hvort sem er aðstoð inni í verslun eða á kassasvæði, sem er krefjandi
Hvaða verklag er í gangi varðandi netverslun og heimsendingar ?
  • Starfsmenn þrífa innkaupavagna reglulega sem vörur eru tíndar í 
  • Vörur eru settar beint í poka
  • Áhersla er lögð á handþvott og spritt milli pantana
  • Starfsmenn netverslunar fylgja annars sömu reglum og starfsmenn verslana Samkaupa hf. varðandi umgengnisreglur og hreinlæti