Jafnrétti er ákvörðun!
Samkaup hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
59 fyrirtæki, 6 sveitarfélög og 11 opinberir aðilar hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Á árinu 2022 bættust við 57 nýir þátttakendur í hóp þeirra aðila sem taka þátt í Jafnvægisvoginni.
Verðbólguaðgerðir Samkaupa skila sér best til viðskiptavina
Verð lækkaði í öllum verslunum Samkaupa
Verðkannanir á vörukörfu, sem unnar voru af verðlagseftirliti ASÍ, sýna að verð hefur lækkað á þeim vörum sem kannanirnar náðu til í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Krambúðinni, Kjörbúðinni og Iceland.
Lækka verð á um 400 vörunúmerum
Samkaup tilkynntu í gær að verð yrði lækkað á fleiri en 400 vörunúmerum undir merkjum Änglamark og X-tra í öllum verslunum sínum. Þær eru rúmlega 60 víða um land og eru undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland.
Samkaup vann norrænu Blaze inclusion jafnréttisverðlaunin
Samkaup vann um helgina norrænu Blaze inclusion jafnréttisverðlaunin, sem veitt voru af norsku samtökunum Diversify. Samkaup er verðlaunahafi í flokki Synergist – þar sem það viðurkennt fyrir skuldbindingu sína til að vinna í átt að bættu jafnrétti. Blaze-verðlaunin fagna brautryðjendum – einstaklingum og stofnunum – sem sýna frumkvæði þegar kemur að jafnréttismálum.
Mikilvægt að fyrirtæki taki skýra afstöðu með hinsegin fólki
Hinsegin dagar hófust í gær, þann 2. ágúst, og standa til 7. ágúst. Samkaup er styrktaraðili daganna en fyrirtækið styrkir hátíðina beint auk þess að halda „off venue“ viðburð í Krambúðinni Laugarlæk..
Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa
Hallur Geir Heiðarsson kemur nýr inn í framkvæmdastjórn Samkaupa við skipulagsbreytingar.
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2022
Samkaup hlutu í morgun menntaverðlaun atvinnulífsins 2022, en verðlaunin voru afhent á Menntadegi atvinnulífsins í Hörpu. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa tóku í sameiningu við verðlaununum. Menntaverðlaun atvinnulífsins eru veitt árlega því fyrirtæki sem þykir skara fram úr í fræðslu- og menntamálum en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í annað sinn sem Samkaup hlýtur þessi verðlaun.
Rík áhersla á samfélagslega ábyrgð
Samkaup reka yfir 60 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland. Hjá fyrirtækinu starfa um 1.400 manns og er starfsmannahópurinn því stór en samheldinn – þvert á vörumerki og óháð staðsetningu.
Árs- og samfélagsskýrsla 2021
Við í Samkaupaliðinu getum verið stolt af þeim árangri sem við náðum árið 2021.